Stjórvöld stjórna mannréttindum 25. mars 2005 00:01 Mannréttindaskrifstofa Íslands fær skilyrt styrktarfé að upphæð 2,2 milljónir króna frá dómsmálaráðuneytinu. Er það eina féð sem stjórnvöld hafa tryggt skrifstofunni einni sem áður var á fjárlögum. Brynhildur Flóvenz, stjórnarformaður Mannréttindaskrifstofunnar, segir erfitt að meta af hverju styrkurinn er skilyrtur. "Auðvitað freistast maður til að halda að stjórnvöldum finnist einfaldlega óþægilegt að svona starfsemi sé í gangi og vilji ekki styðja skrifstofu sem fylgist með þeim," segir Brynhildur. Hún bendir á að stjórnvöld hafi ekki kosið að styrkja umsagnir um lagafrumvörp á Alþingi og skýrslu til Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi hér á landi. Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra segir stjórnvöld engan ama hafa af starfi Mannréttindaskrifstofu Íslands. "Með þessum styrk er ætlunin að auðvelda henni starfið. Þykir mér miður ef styrkveitingin veldur skrifstofunni vandræðum, en ráðuneytið var í góðri trú um að umsóknin tæki mið af þeim verkefnum sem skrifstofan teldi mikilvægt að sinna," segir Björn. Valin hafi verið verkefni úr umsókn skrifstofunnar og ákveðið að veita fé til að styrkja þau. Brynhildur segir að fénu eigi að verja í ritröð sem skrifstofan gefi út, gerð fræðsluefnis og að hluta þýðingu úr Mannréttindasáttmála Evrópu: "Það á ekki að vera á höndum stjórnvalda hvaða verk eru unnin á skrifstofunni og hver ekki." Dómsmálaráðuneytið veitti skrifstofunni og Mannréttindastofnun Háskóla Íslands einnig 650 þúsund króna styrk til að ræða tíu ára afmæli mannréttindaákvæðis stjórnarskrárinnar. Fréttir Innlent Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Mannréttindaskrifstofa Íslands fær skilyrt styrktarfé að upphæð 2,2 milljónir króna frá dómsmálaráðuneytinu. Er það eina féð sem stjórnvöld hafa tryggt skrifstofunni einni sem áður var á fjárlögum. Brynhildur Flóvenz, stjórnarformaður Mannréttindaskrifstofunnar, segir erfitt að meta af hverju styrkurinn er skilyrtur. "Auðvitað freistast maður til að halda að stjórnvöldum finnist einfaldlega óþægilegt að svona starfsemi sé í gangi og vilji ekki styðja skrifstofu sem fylgist með þeim," segir Brynhildur. Hún bendir á að stjórnvöld hafi ekki kosið að styrkja umsagnir um lagafrumvörp á Alþingi og skýrslu til Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi hér á landi. Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra segir stjórnvöld engan ama hafa af starfi Mannréttindaskrifstofu Íslands. "Með þessum styrk er ætlunin að auðvelda henni starfið. Þykir mér miður ef styrkveitingin veldur skrifstofunni vandræðum, en ráðuneytið var í góðri trú um að umsóknin tæki mið af þeim verkefnum sem skrifstofan teldi mikilvægt að sinna," segir Björn. Valin hafi verið verkefni úr umsókn skrifstofunnar og ákveðið að veita fé til að styrkja þau. Brynhildur segir að fénu eigi að verja í ritröð sem skrifstofan gefi út, gerð fræðsluefnis og að hluta þýðingu úr Mannréttindasáttmála Evrópu: "Það á ekki að vera á höndum stjórnvalda hvaða verk eru unnin á skrifstofunni og hver ekki." Dómsmálaráðuneytið veitti skrifstofunni og Mannréttindastofnun Háskóla Íslands einnig 650 þúsund króna styrk til að ræða tíu ára afmæli mannréttindaákvæðis stjórnarskrárinnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira