Innlent

Stjórnvöld mótmæla afskiptum ESB að Icesave-deilunni

Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt afskiptum Evrópusambandsins af Icesace-deilunni fyrir EFTA dómstólnum. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld.

Í athugasemdum sem sendar hafa verið Evrópusambandinu kemur fram að bein þátttaka þeirra í dómsálinu sé óviðeigandi með tilliti til þess að aðildarviðræður standi enn yfir.

Utanríkismálanefnd fundaði um málið í kvöld. Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru fram á að fundað yrði í nefndinni vegna málsins.

Nefndarmenn höfðu ekki leyfi til að tjá sig um efni fundarins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins sagði að fundurinn hefði verið einn sá allra sérkennilegasti sem hann hafi setið.

Þá sagði Sigmundur að allur tíminn hefði farið í ræða mál sem síðan hafi komi í ljós að væri allt öðru vísi vaxið en en ætla hefði mátt af umræðunni.

Þingmenn ríkisstjórnarinnar vildu ekki staðfesta að athugasemdirnar hafi verið sendar Evrópusambandinu.

Fjallað var um málið í kvöldfréttum RÚV í kvöld en hægt er að nálgast umfjöllunina hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×