Innlent

Stjórnmálafræðingar um Hönnu Birnu: Málinu klúðrað á öllum stigum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Birgir Guðmundsson og Eiríkur Bergmann.
Birgir Guðmundsson og Eiríkur Bergmann. Vísir
„Þessi endalok koma ekki á óvart eftir það sem á undan er gengið, segir Birgir Guðmundsson stjórnmálafræðingur um afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. „Sennilega hefði það verið sterkara að gera þetta mun fyrr. Þá hefði hún sloppið betur frá þessu máli.“

Birgir segir það gera Hönnu Birnu erfiðara fyrir að ná sterkri stöðu í málinu vegna þess hve lengi hún dró það að segja af sér.

„Það sem lekamálið sýnir okkur er nauðsyn þess að stjórnsýslan vinni verk sín eins faglega og hægt er og að ekki sé hægt að stytta sér leið í réttarríkinu,“ segir Birgir jafnframt.

Spurður um málið bendir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, á að afsagnir séu óvanalegar í íslenskum stjórnmálum og að þessi brjóti blað í sögunni.

„Hún hafði samt sem áður á endanum ekkert val eftir því hvernig málið þróaðist og fer óviljug frá borði,“ segir Eiríkur. „Henni er nauðugur einn kostur. Einnig hefur stuðningur flokksfélaga verið hálfvelgjulegur. Þetta er skólabókardæmi um hvernig máli er klúðrað á öllum stigum þess.“


Tengdar fréttir

Biður enga afsökunar á lekamálinu

Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, biður enga hlutaðeigandi afsökunar á lekamálinu í yfirlýsingu sinni sem hún sendi til fjölmiðla í dag vegna afsagnar sinnar sem innanríkisráðherra.

Hanna Birna hættir

Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér sem innanríkisráðherra í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×