Stjórnendur og innherjar selja bréf í Högum sveinn arnarsson skrifar 29. ágúst 2016 07:00 Costco gæti haft mikil áhrif á smásölumarkaðinn á Íslandi. Velta fyrirtækisins er rúmlega þrítugföld veltan á öllum íslenskum smásölumarkaði. Vísir/AFP Lykilstjórnendur Haga og tengdir aðilar hafa á síðustu vikum selt hluti sína í Högum. Titrings gætir á smásölumarkaði með komu Costco til landsins. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, og eiginkona hans, Ingibjörg B. Halldórsdóttir, seldu allt sitt hlutafé í félaginu síðastliðinn mánudag á genginu 49,2. Fengu þau um 100 milljónir í sinn hlut fyrir viðskiptin.Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, vill ekki tjá sig um hvort sala hlutabréfanna í Högum sé tilkomin vegna komu Costco til landsins.vísir/stefánEiginkona Finns Árnasonar, forstjóra Haga, losaði sig við rúmlega milljón hluti í félaginu í júlí á genginu 47,8 og eftir viðskiptin á hún enn hlut í fyrirtækinu sem metinn er á um 200 milljónir króna. Einnig seldi Kjartan Már Friðsteinsson, framkvæmdastjóri Banana ehf., dótturfyrirtækis Haga, allan hlut sinn í fyrirtækinu í júlí. Greiningarfyrirtækið Zenter gerði skýrslu um komu Costco til landsins og hvaða áhrif hún muni hafa á þau fyrirtæki sem fyrir eru á smásölumarkaði. Voru niðurstöður fyrirtækisins þær að þarna væri á ferðinni risi sem að öllum líkindum myndi hafa mikil áhrif á markaðsstöðu fyrirtækja, mismikil þó. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, neitaði að svara því hvort sala hluta hans í Högum væri til komin vegna hugsanlegrar komu Costco til landsins. Að sama skapi sagði Finnur Árnason, forstjóri Haga, sölu fjölskyldunnar á hlutum í Högum vera persónuleg fjármál sem ekki yrðu rædd í fjölmiðlum.Eiginkona Finns Árnasonar, forstjóra Haga, seldi hluti í félaginu fyrir um 50 milljónir króna í júní.Costco áformar að opna verslun í Garðabæ innan skamms og mun hafa mikil áhrif á smásölu á höfuðborgarsvæðinu. Fram kemur í glærukynningu Zenter að fyrirtækið sé annar stærsti smásali í heiminum. Veltan á íslenskum smásölumarkaði sé um 400 milljarðar króna og í samanburði er velta Costco rúmir fjórtán þúsund milljarðar króna á ári. Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Zenter, sagðist hvorki geta staðfest eða neitað því að Hagar hefðu fengið í hendur skýrslu fyrirtækisins um komu Costco til Íslands. Þar lægi trúnaður sem þyrfti að virða. Fyrirtækið vinnur fyrir um 120 fyrirtæki og stofnanir vítt og breitt um landið. Tengdar fréttir Costco mun umturna íslenskum markaði Stórfyrirtækið Costco býður að jafnaði 30 prósenta lægra vöruverð en gerist og gengur. 6. júní 2016 10:15 Opnun Costco á Íslandi frestast Verslunin verður opnuð í Garðabæ í lok mars á næsta ári. 18. júlí 2016 07:00 Mest lesið Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Verðmæti Haga aukist um 5,8 milljarða fari áfengi í búðir Viðskipti innlent Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Ýta undir jákvæðni fólks með pólskumælandi þjálfun Atvinnulíf Líf og fjör á Unglingalandsmótinu um verslunarmannahelgina Samstarf Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Lykilstjórnendur Haga og tengdir aðilar hafa á síðustu vikum selt hluti sína í Högum. Titrings gætir á smásölumarkaði með komu Costco til landsins. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, og eiginkona hans, Ingibjörg B. Halldórsdóttir, seldu allt sitt hlutafé í félaginu síðastliðinn mánudag á genginu 49,2. Fengu þau um 100 milljónir í sinn hlut fyrir viðskiptin.Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, vill ekki tjá sig um hvort sala hlutabréfanna í Högum sé tilkomin vegna komu Costco til landsins.vísir/stefánEiginkona Finns Árnasonar, forstjóra Haga, losaði sig við rúmlega milljón hluti í félaginu í júlí á genginu 47,8 og eftir viðskiptin á hún enn hlut í fyrirtækinu sem metinn er á um 200 milljónir króna. Einnig seldi Kjartan Már Friðsteinsson, framkvæmdastjóri Banana ehf., dótturfyrirtækis Haga, allan hlut sinn í fyrirtækinu í júlí. Greiningarfyrirtækið Zenter gerði skýrslu um komu Costco til landsins og hvaða áhrif hún muni hafa á þau fyrirtæki sem fyrir eru á smásölumarkaði. Voru niðurstöður fyrirtækisins þær að þarna væri á ferðinni risi sem að öllum líkindum myndi hafa mikil áhrif á markaðsstöðu fyrirtækja, mismikil þó. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, neitaði að svara því hvort sala hluta hans í Högum væri til komin vegna hugsanlegrar komu Costco til landsins. Að sama skapi sagði Finnur Árnason, forstjóri Haga, sölu fjölskyldunnar á hlutum í Högum vera persónuleg fjármál sem ekki yrðu rædd í fjölmiðlum.Eiginkona Finns Árnasonar, forstjóra Haga, seldi hluti í félaginu fyrir um 50 milljónir króna í júní.Costco áformar að opna verslun í Garðabæ innan skamms og mun hafa mikil áhrif á smásölu á höfuðborgarsvæðinu. Fram kemur í glærukynningu Zenter að fyrirtækið sé annar stærsti smásali í heiminum. Veltan á íslenskum smásölumarkaði sé um 400 milljarðar króna og í samanburði er velta Costco rúmir fjórtán þúsund milljarðar króna á ári. Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Zenter, sagðist hvorki geta staðfest eða neitað því að Hagar hefðu fengið í hendur skýrslu fyrirtækisins um komu Costco til Íslands. Þar lægi trúnaður sem þyrfti að virða. Fyrirtækið vinnur fyrir um 120 fyrirtæki og stofnanir vítt og breitt um landið.
Tengdar fréttir Costco mun umturna íslenskum markaði Stórfyrirtækið Costco býður að jafnaði 30 prósenta lægra vöruverð en gerist og gengur. 6. júní 2016 10:15 Opnun Costco á Íslandi frestast Verslunin verður opnuð í Garðabæ í lok mars á næsta ári. 18. júlí 2016 07:00 Mest lesið Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Verðmæti Haga aukist um 5,8 milljarða fari áfengi í búðir Viðskipti innlent Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Ýta undir jákvæðni fólks með pólskumælandi þjálfun Atvinnulíf Líf og fjör á Unglingalandsmótinu um verslunarmannahelgina Samstarf Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Costco mun umturna íslenskum markaði Stórfyrirtækið Costco býður að jafnaði 30 prósenta lægra vöruverð en gerist og gengur. 6. júní 2016 10:15
Opnun Costco á Íslandi frestast Verslunin verður opnuð í Garðabæ í lok mars á næsta ári. 18. júlí 2016 07:00
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur