Stjórnarformaður útilokar ekki afsögn 11. ágúst 2012 06:30 Stjórnarformaður segir óþekkt í veröldinni að starfsfólk taki við hálfkláruðu húsi, eigi að opna það og skila tekjum frá fyrsta degi. Hún hafi átt von á þeirri gagnrýni sem fram kom.fréttablaðið/gva „Ég hef haft miklar efasemdir um að þetta mundi ganga svona áfram. Hins vegar má segja að við sem erum hér í stjórnum berum auðvitað ábyrgð. Á meðan maður segir ekki af sér, þá ber maður náttúrulega ábyrgð.“ Þetta segir Þórunn Sigurðardóttir, stjórnarformaður Ago, rekstrarfélags Hörpu. Áætlað er að tap Hörpu í ár nemi 407 milljónum króna. En hyggur Þórunn á afsögn? „Það veit ég ekki, ég hef ekki tekið ákvörðun um það. Það fer svolítið eftir því hvernig þetta spilast núna. Hér var að byrja nýr forstjóri og það er gríðarlega mikilvægt að hann hafi stuðning til þess að taka á þeim málum sem þarf að taka á. Þau eru stór og erfið og ég mun gera það sem ég tel best fyrir húsið, það er það eina sem ég get sagt.“ Þórunn er fulltrúi menntamálaráðherra í stjórn og segist vera í góðu sambandi við hann. Eigendur Hörpu séu hins vegar margir og mikilvægt sé að vinna að því að finna góða framtíðarlausn, að því sé unnið. „Við sem erum hér í stjórnum berum mjög mikla ábyrgð, það er auðvitað alveg ljóst. Það talar auðvitað hver fyrir sig, en auðvitað hugsar hver sinn gang í því.“ Þórunn var beðin um að koma að rekstri Hörpu fyrir hrun þegar allir töldu verkefnið á góðri siglingu. Hún segist hins vegar hafa gert sér grein fyrir því að uppleggið væri ekki burðugt. Ljóst hafi verið frá upphafi að húsið yrði dýrt í rekstri, en það megi ekki sliga innra starfið. Þórunn segir að margar áætlanir hafi verið teknar upp þegar hún kom að stjórninni vorið 2009. Sú vinna hafi hins vegar einkennst af því að verið var að bjarga húsinu. „Það má kannski segja að það hafi kostað það að menn fóru ekki almennilega í hugmyndafræðina á bak við reksturinn. Þetta er ekki bara spurning um fjölda stjórna, þetta er spurning um grunnhugmyndafræðina. Við erfum hana frá því fyrir hrun og það er það sem hefði þurft að taka fyrr upp.“ Þórunn segir að kröfurnar sem gerðar hafi verið á starfsfólk Hörpu hafi verið fáheyrðar. „Það hefur verið lagt gríðarlega mikið á starfsfólkið að fara inn í hálfklárað hús, opna það og eiga að skila tekjum frá fyrsta degi. Það er óþekkt í veröldinni. Þess vegna er svo margt í gagnrýninni núna sem ég hef átt von á. Starfsfólkið er þrátt fyrir allt það merkilegasta við Hörpu og það hefur staðið sig frábærlega, um það eru allir sem hér hafa komið fram sammála. Núna þurfum við öll að einbeita okkur að framtíðinni.“kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
„Ég hef haft miklar efasemdir um að þetta mundi ganga svona áfram. Hins vegar má segja að við sem erum hér í stjórnum berum auðvitað ábyrgð. Á meðan maður segir ekki af sér, þá ber maður náttúrulega ábyrgð.“ Þetta segir Þórunn Sigurðardóttir, stjórnarformaður Ago, rekstrarfélags Hörpu. Áætlað er að tap Hörpu í ár nemi 407 milljónum króna. En hyggur Þórunn á afsögn? „Það veit ég ekki, ég hef ekki tekið ákvörðun um það. Það fer svolítið eftir því hvernig þetta spilast núna. Hér var að byrja nýr forstjóri og það er gríðarlega mikilvægt að hann hafi stuðning til þess að taka á þeim málum sem þarf að taka á. Þau eru stór og erfið og ég mun gera það sem ég tel best fyrir húsið, það er það eina sem ég get sagt.“ Þórunn er fulltrúi menntamálaráðherra í stjórn og segist vera í góðu sambandi við hann. Eigendur Hörpu séu hins vegar margir og mikilvægt sé að vinna að því að finna góða framtíðarlausn, að því sé unnið. „Við sem erum hér í stjórnum berum mjög mikla ábyrgð, það er auðvitað alveg ljóst. Það talar auðvitað hver fyrir sig, en auðvitað hugsar hver sinn gang í því.“ Þórunn var beðin um að koma að rekstri Hörpu fyrir hrun þegar allir töldu verkefnið á góðri siglingu. Hún segist hins vegar hafa gert sér grein fyrir því að uppleggið væri ekki burðugt. Ljóst hafi verið frá upphafi að húsið yrði dýrt í rekstri, en það megi ekki sliga innra starfið. Þórunn segir að margar áætlanir hafi verið teknar upp þegar hún kom að stjórninni vorið 2009. Sú vinna hafi hins vegar einkennst af því að verið var að bjarga húsinu. „Það má kannski segja að það hafi kostað það að menn fóru ekki almennilega í hugmyndafræðina á bak við reksturinn. Þetta er ekki bara spurning um fjölda stjórna, þetta er spurning um grunnhugmyndafræðina. Við erfum hana frá því fyrir hrun og það er það sem hefði þurft að taka fyrr upp.“ Þórunn segir að kröfurnar sem gerðar hafi verið á starfsfólk Hörpu hafi verið fáheyrðar. „Það hefur verið lagt gríðarlega mikið á starfsfólkið að fara inn í hálfklárað hús, opna það og eiga að skila tekjum frá fyrsta degi. Það er óþekkt í veröldinni. Þess vegna er svo margt í gagnrýninni núna sem ég hef átt von á. Starfsfólkið er þrátt fyrir allt það merkilegasta við Hörpu og það hefur staðið sig frábærlega, um það eru allir sem hér hafa komið fram sammála. Núna þurfum við öll að einbeita okkur að framtíðinni.“kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira