Sport

Stjarnan og Selfoss unnu á tveimur áhöldum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frá keppninni.
Frá keppninni. vísir/fimleikasamband íslands
Í dag lauk Íslandsmótinu í hópfimleikum. Stjarnan og Gerpla A unnu í kvennaflokki, Selfoss og Stjarnan í blönduðum liðum. Einungis eitt karlalið var sent til til leiks.

Keppni var æsispennadi fram á síðasta áhald, en í dag var keppt til úrslita á einstökum áhöldum. Í kvennaflokki sigraði Stjarnan A á dýnunni með 17,250 stig og trampólíni með 17,900.

Gerpla A sigraði í gólfæfingum, en þær hlutu 22,500 stig.

Í karlaflokki var einungis eitt lið sent til leiks og var það karlalið Gerplu.

Í flokki blandaðra liða sigraði Selfoss í æfingum á dýnu með 16,050 stig og trampólíni með 17,200 stig. Stjarnan sigraði í gólfæfingum með 18,500 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×