Innlent

Steingímur og Jóhanna eru "grumpy old men“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki vera bjartsýni hjá forsætisráðherra að hafa talað 18 sinnum um Sjálfstæðisflokkinn og einu sinni um skuldavanda heimilanna, í nýársávarpi sínu.

Þorgerður Katrín var á meðal gesta í þættinum Á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, ásamt þingmönnunum Róberti Marshall frá Bjartri Framtíð og Oddnýju G. Harðardóttur, Samfylkingunni.

„Þegar maður fer inn í nýtt ár, þá er maður svolítið glaðari og það eru aukin tækifæri, það vilja öll dýrin í skóginum vera vinir. Og svo byrjar maður að lesa nýárávörpin hjá forsætisráðherra og Steingrími J. Sigfússyni, mér fannst þetta vera svona samkeppni hjá tveimur „grumpy old men" um það hver er meira krumpaður. Og þegar nýársávarpið hjá forsætisráðherra, sem á að líta til framtíðar og tala um tækifærin, að tala að ég held sextán eða átján sinnum um Sjálfstæðisflokkinn og hvað hann er ömurlegur, og svo kannski einu sinni um skuldavanda heimilanna. Mér fannst það ekkert rosalega mikil bjartsýni hjá manneskju sem ætlar að hjálpa okkur að byggja upp landið," sagði Þorgerður Katrín.

Róbert Marshall sagði á að þingmenn þyrftu að bæta samskiptin sín á milli.

„Þetta er auðvitað þannig að það er erfitt að bera bara ábyrgð á sjálfum sér og gera þetta vel, og maður þarf að vanda sig við það. Þorgerður Katrín gagnrýnir Björn Val fyrir að kalla forsetann forsetabjána en kallar síðan forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar „grumpy old men" í sama kommenti. Þetta er ekki illa meint, við þurfum bara að vanda okkur við það hvernig við gerum þetta."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×