Innlent

Stefnir allt í svarblátt haust

Jafnt skordýr sem ber hafa fengið gott vaxtarskeið í sumar sökum veðurblíðunnar. nordicphotos/getty
Jafnt skordýr sem ber hafa fengið gott vaxtarskeið í sumar sökum veðurblíðunnar. nordicphotos/getty
Allt virðist benda til þess að berjatíð verði með endemum góð í ár. Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og sérfræðingur í íslenskum berjum, segir berjatíðina vera almennt farna að lengjast.

„Horfurnar eru fjarskalega góðar,“ segir Sveinn. „Ég er búinn að vera að tína bláber og aðalbláber í hafragrautinn minn síðan um miðjan júlí. Það þykir mér óvenjulega lukkulegt.“

Sveinn segir að sumarið hafi þó verið nokkuð þurrt og nokkrir rigningardagar er allt sem til þarf til að fullkomna berjasprettuna. „Þetta eru svipaðar fréttir víðast hvar af landinu,“ segir hann. Eitthvað hefur borið á ferðum birkifetans, fiðrildis sem leggst á blöð birkisins, og í sumum tilvikum, bláberjalyngsins. Sveinn segist ekki hafa séð miklar skemmdir á lynginu sökum þess.

„En vorið var þó svo hlýtt að skordýrin hafa átt gott vaxtarskeið. Það er alveg við því að búast að eitthvað muni sjái á lynginu. Birkifetinn virðist vera aðal skaðvaldurinn, bæði á Norður- og Vesturlandi,“ segir Sveinn og fiðrildið sé að ná fótfestu víða um land. „En við erum að fá berin okkar snemma í ár. Það stefnir allt í svart og blátt sumar.“ - sv


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×