Formúla 1

Stefano Domenicali hættur hjá Ferrari

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Stefano Domenicali
Stefano Domenicali Vísir/Getty
Liðsstjóri Ferrari, Stefano Domenicali er hættur sem liðsstjóri hjá Ferrari samkvæmt ítölskum fjölmiðlum. Marco Mattiacci mun taka við hans starfi.

Ef rétt reynist þá virðist sem hinn 48 ára gamli Domeincali sé að gjalda fyrir það að enn og aftur fer tímabilið illa af stað hjá Ferrari-liðinu. Eftir þrjár keppnir í formúlu eitt er Ferrari í fimmta sæti í keppni bílasmiða, 78 stigum á eftir Mercedes.

Liðið vann síðast heimsmeistarakeppni ökumanna með Kimi Raikkonen 2007. Ferrari varð heimsmeistari bílasmiða 2008. Síðan þá hefur liðið átt erfitt uppdráttar í skugga Red Bull og nú í skugga Mercedes.

Eftir að Domenicali tók við liðinu fyrir timabilið 2008 gekk því vel. Hann landaði strax titli. Síðan þá hefur Ferrari verið í stöðugum eltingaleik.

Samkvæmt fréttum ítalskra fjölmiðla mun Marco Mattiacci taka við. Hann er stjórnarmaður í Ferrari. Það mun þó vera til bráðabirgða.

Ross Brawn hefur verið nefndur en hann var tæknistjóri Ferrari þegar að Michael Schumacher ók fyrir liðið. En gaf það út í lok síðasta tímabils að hann væri hættur í Formúlu 1.



Það er þó aldrei að vita hvað gerist í framtíðinni.


Tengdar fréttir

Raikkonen: Við erum ekki heimskir

Ferrari byrjar nýtt tímabil í Formúlu 1 ekki vel en þar á bæ vinna menn hörðum höndum að því að gera bílinn samkeppnishæfan fyrir næstu keppnir.

Alonso veit hvað Ferrari þarf að bæta

Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari segir að liðið viti hvaða atriði þarfnast lagfæringa. Ferrari stefnir á að geta keppt við bestu bílana fljótlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×