aðalritstjóri

Kristín Þorsteinsdóttir

Kristín er aðalritstjóri fréttastofu 365.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hreyfingarhátíð

Reykjavíkurmaraþonið fer fram í dag í 33. skipti. Maraþonið hefur fyrir löngu skipað sér sess sem einn af stærstu almenningsviðburðum á Íslandi. Tugir þúsunda fólks á öllum aldri safnast saman í miðborg Reykjavíkur. Sumir hlaupa, aðrir fylgjast með og hvetja hlauparana.

Atómstríð á Twitter

Hótanir og stórkarlalegar yfirlýsingar ganga nú á víxl milli Donalds Trump Bandaríkjaforseta og manna hans, og Norður-Kóreu, þar sem einræðisherrann Kim Jong-un ræður ríkjum.

Afleikur

Um eitt hundrað og þrjátíu stöður eru lausar í leikskólum Reykjavíkur nú í ágústbyrjun, þegar starf í leikskólunum er um það bil að hefjast. Og þetta er bara í Reykjavík. Gera má ráð fyrir að staðan sé svipuð í mörgum öðrum sveitarfélögum.

Lög og venjur

Fyrirgefningin er vissulega stór og mikilvægur þáttur í okkar samfélagsgerð. Hana öðlast þeir sem til alvarlegra saka hafa unnið einungis með því að breyta hegðun sinni og taka upp nýja siði.

Eigin ábyrgð

Miðað við þá staðreynd að Íslendingar eru meðal feitustu þjóða í Evrópu er viðbúið að senn komi að skuldadögum. Uppgjörið snertir ekki einungis þá sem glíma við sjúkdómana og aðstandendur þeirra, heldur hvert einasta mannsbarn í landinu sem stendur undir heilbrigðis- og velferðarkerfinu gegnum sínar skattgreiðslur.

Orð og athafnir

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra lék óvenju djarfan leik með grein sinni hér í blaðinu í vikunni, sem bar yfirskriftina „Má fjármálaráðherra hafna krónunni?“ Í greininni færir Benedikt rök fyrir því að Íslendingar eigi að skipta út krónunni og taka upp annan gjaldmiðil. Þar á Benedikt augljóslega við evruna.

Betri tímar

Phillipu York þekkja fáir. York hét áður Robert Millar og var heimsfrægur hjólreiðamaður. Hann vann þrjár dagleiðir í Tour de France keppni, sem er stórkostlegt íþróttaafrek.

Sleppt og haldið

Samtök iðnrekenda í Bretlandi hafa skorað á Theresu May forsætisráðherra að endurskoða aðferðir og áherslur í Brexit-viðræðunum. Samtökin vilja að Bretar setji hugmyndir um aðra viðskiptasamninga á ís og leggi áherslu á að Bretar hafi óskoraðan aðgang að innri markaði Evrópu og tollabandalaginu.

Pólfarar í bænum

Ofvöxtur ferðamannaiðnaðar er ekki séríslenskt fyrirbæri. Ferðamenn fara eins og holskefla yfir marga rómuðustu staði veraldarinnar.

Sjá meira