Fréttamaður

Heimir Már Pétursson

Nýjustu greinar eftir höfund

Formaður fjárlaganefndar segir ekki hægt að bíða fram á næstu öld með samgönguframkvæmdir

Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að skoðaðar verði aðrar leiðir en hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna til að auka framlög til styrkingar samgöngumannvirkja í landinu vegna vegamála, m.a. að selja eignir ríkisins á Keflavíkurflugvelli. Formaður nefndarinnar segir að eins og fram horfi ljúki mikilvægum framkvæmdum ekki fyrr en á næstu öld.

Sigmundur Davíð segir formannsskipti hvorki hafa verið lýðræðisleg né heiðarleg

Mikil spenna er innan Framsóknarflokksins fyrir miðstjórnarfund sem fram fer á morgun. Hópar innan flokksins gagnrýna forystuna og kenna henni um slægt gengi í könnunum. Fyrrverandi formaður segir núverandi formann tala um lýðræðislega niðurstöðu í formannskjöri en þar hafi öllu heldur átt sér stað afskræming á lýðræðinu.

Margs konar gögn sýna að Ólafur Ólafsson sagði rangt frá

Í skýrslu rannsóknarnefndar um sölu Búnaðarbankans er ítrekað sýnt fram á aðkomu og vitneskju Ólafs Ólafssonar um baksamninga Kaupþings, þýska bankans Hauck & Aufhauser og aflandsfélagsins Welling og Partners, sem Ólafur sagðist í gær ekkert kannast við.

Útgáfu vegabréfa forgangsraðað eftir brottfarardegi

Þjóðskrá Íslands mun forgangsraða útgáfu nýrra vegabréfa næstu fjórar vikurnar eftir áætlaðri brottför fólks til annarra landa, vegna skorts á nýjum vegabréfum. Forstjóri Þjóðskrár segir að enginn þurfi þó að óttast að fá ekki vegabréf í tíma þótt sumir verði að láta sér neyðarvegabréf duga.