Innlent

Stálu frá Hjálpræðishernum

Jóhann óli eiðsson skrifar
Maðurinn er 21 árs gamall og á yfir höfði sér tveggja ára fangelsisvist.
Maðurinn er 21 árs gamall og á yfir höfði sér tveggja ára fangelsisvist. vísir/getty
Tvær konur voru fyrir viku sakfelldar í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir þjófnað. Konurnar höfðu brotist inn í fatasöfnunarkassa nytjamarkaðar á vegum Hjálpræðishersins. Brotið átti sér stað í október síðastliðnum.

Báðar konurnar játuðu brot sín skýlaust fyrir dómi, lýstu iðrun en þær höfðu skilað þýfinu. Hvorug þeirra hefur áður gerst brotleg við lög. Með hliðsjón af því að verðmæti hinna stolnu muna lá ekki fyrir var ákvörðun refsingar kvennanna frestað og mun hún falla niður haldi þær skilorð í eitt ár.

Málsvarnarlaun verjanda annarrar konunnar og málskostnaður, 210.800 krónur, greiðast úr ríkissjóði. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×