Innlent

Stálu bílnum frá sérsveitarmanni

Benedikt Bóas skrifar
Sérsveitarmaður úr sérsveit ríkislögreglustjóra að störfum. Myndin tengist fréttinni ekki.
Sérsveitarmaður úr sérsveit ríkislögreglustjóra að störfum. Myndin tengist fréttinni ekki. vísir/vilhelm
Lögreglan lýsti í gær eftir Skoda Oktavia sem stolið var í Vesturbænum af liðsmanni í sérsveit ríkislögreglustjóra.

Skömmu eftir að tilkynningin birtist á fésbókarsíðu lögreglunnar barst ábending um bílinn.

Ljóst er að þjófarnir fóru ekki langt og fóru varlega því bíllinn reyndist óskemmdur. Í honum var þó megn reykingalykt og búið að róta mikið í eigum sérsveitarmannsins sem ók heim með rúðurnar niðri til að reyna að losna við mesta óþefinn.

Ekki er vitað hverjir voru að verki. Lögreglan vonast til að leysa málið með því að renna á lyktina.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×