Innlent

Stærsti skjálftinn 4,8 af stærð: Hitinn í Holuhrauni bræddi myndavél

Stefán Árni Pálsson skrifar
VISIR/ÞÓRHALLUR JÓNSSON/PEDROMYNDIR
Eric Cheng sérhæfir sig í myndatöku með svokölluðum drónum og var hann á dögunum staddur á Íslandi til að ná myndum af eldgosinu í Holuhrauni.

Cheng vinnur hjá fyrirtækinu DJI en ljósmyndarinn Ragnar Th. Sigurdsson var með honum í för. Hér að neðan má sjá magnað myndband af kvikunni geysast upp í loftið.

Drónavélin fór það nálægt eldgosinu að hluti af vélinni bráðnaði. Frá um kvöldmatarleytið í gær urðu tuttugu skjálftar í Bárðarbungu en stærstur þeirra var 4,8 og átti hann sér stað rétt eftir miðnætti.

Næst stærstur var skjálfti klukkan 06:40 og var hann 4,6. Báðir voru þessir við norðurbrún Bárðarbunguöskju.

Minni skjálftarnir voru flestir 1-2 að stærð og staðsettir við norðurenda gangsins og einnig í Bárðarbungu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×