Sport

Spilaði með Hjálmum fram á nótt og bætti svo 19 ára gamalt Íslandsmet

Kristinn Páll Teitsson skrifar
„Tilfinningin er að detta inn og það er mjög góð tilfinning. Maður er búinn að stefna að þessu lengi,“ sagði Ari Bragi Kárason í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í kvöldfréttum Stöðvar 2, aðspurður hvernig tilfinningin væri að vera fljótasti maður landsins.

„Þetta er búið að vera markmiðið ansi lengi og það er gott að uppskera loksins,“ sagði Ari sem hefur oft áður daðrað við Íslandsmetið.

Sjá einnig:Ari Bragi sló Íslandsmet Jóns Arnars í Kaplakrika

Ari er ekki einungis góður í spretthlaupum en hann þykir frábær trompetleikari og var á tónleikum með Hjálmum í gærkvöld.

„Það virkar stundum og stundum ekki, maður þarf að velja og hafna. Í gærkvöldi stóð ég á sviði með Hjálmum til hálf tvö og ég bjóst kannski ekki við því að ná svona árangri í dag,“ sagði Ari sem var að fara að spila í brúðkaupi í kvöld.

„Maður heldur sér ferskur, þetta er ekkert komið gott enn. Maður verður að halda áfram og núna verður maður að setja sér ný markmið og horfa á eitthvað stærra,“ sagði Ari en viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×