Sport

Spila betur þegar ég er feitur

C.C. Sabathia.
C.C. Sabathia. vísir/getty
Íþróttamenn þurfa oft að leggja mikið á sig til þess að vera í formi en hafnaboltamaður hefur ákveðið að fita sig til þess að verða betri.

C.C. Sabtahia, kastari NY Yankees, er nefnilega búinn að bæta á sig tæpum 15 kílóum fyrir komandi tímabil í bandaríska hafnaboltanum.

Fyrir tveim árum fór hann að grenna sig og komst niður í 125 kíló. Eftir að hann léttist fór hann að spila verr og lenda í meiri meiðslum. Kom því ekkert annað til greina hjá honum núna en að henda sér aftur upp í 140 kíló.

„Ég missti mikla þyngd á skömmum tíma og missti fyrir vikið allt jafnvægi. Ég vissi ekki alveg hvernig líkaminn var að haga sér," sagði Sabathia.

„Mér finnst þetta vera góð þyngd fyrir mig. Mér finnst ég vera sterkari og lappirnar undir mér eru líka öflugri. Ég er allur sterkari og get kastað betur."

Þjálfari Yankees gaf leikmanninum leyfi til þess að bæta á sig þessum 15 kílóum í fríinu. Verður áhugavert að sjá hvort hann komist í gamla formið í gömlu þyngdinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×