Viðskipti innlent

Spáir yfir 6% verðbólgu fram á vor

Greining Arion banka segir að útlit sé fyrir umtalsverða verðbólgu, eða yfir 6%, á næstu mánuðum.

Þetta kemur fram í Markaðspunktum greiningarinnar. Þar segir að á næstunni muni útsöluáhrifin á verðbólgumælinguna í janúar ganga til baka, fleiri þjónustuliðir muni hækka, eldsneytisverð haldi áfram að hækka og enn eigi eftir að tilkynna um hækkun á mjólkurvörum.

Hvað hækkanir á opinberum þjónustuliðum varðar voru þær langt umfram væntingar sérfræðinga og urðu því aðalskekkjuvaldurinn í spám þeirra í þessum mánuði þar sem verðbólgan mældist 6,5%.

Greiningin segir að sömuleiðis muni áhrif af veikari krónu halda áfram að skila sér út í verðlagið ásamt því að húsnæðisliðurinn hefur áfram áhrif til hækkunar.

Að mati greiningarinnar mun ársverðbólgan haldast hærri en vonir stóðu til. Hún mun fyrst fara niður fyrir 6% í maímánuði næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×