Fótbolti

Sonur Kluivert samdi við Ajax

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Justin Kluivert fær hér blóm eftir undirskriftina í gær.
Justin Kluivert fær hér blóm eftir undirskriftina í gær. vísir/getty
Ajax gerði um helgina atvinnumannasamning við einn af efnilegri leikmönnum félagsins.

Sá heitir Justin Kluivert og er sonur hins goðsagnakennda framherja, Patrick Kluivert.

Kluivert yngri er orðinn 16 ára gamall og hefur verið að leika með unglingaliðum Ajax og einnig er hann í hollenska U-17 ára liðinu.

Justin þykir eiga mikla framtíð fyrir sér og skrifaði undir sinn fyrsta atvinnumannasamning í gær.

Faðir hans átti frábæran feril sem hófst einnig hjá Ajax. Hann skoraði meðal annars sigurmarkið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar fyrir Ajax árið 1995 gegn AC Milan.

Hann fór svo til Milan og það til Barcelona. Síðustu árin lék Kluivert eldri með Newcastle, Valencia, PSV og Lille.

Hann spilaði 79 landsleiki fyrir Holland og skoraði í þeim 40 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×