Lífið

Sónar playlisti Vísis

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Frá Sónar í fyrra.
Frá Sónar í fyrra. vísir/valli
Tónlistarhátíðin Sónar hefst í Hörpu í kvöld og af því tilefni tók Vísir saman lista yfir tónlistarmenn sem gestir hátíðarinnar ættu að berja augum. Yfir sextíu listamenn koma fram á hátíðinni.



Hér að ofan er lagalisti þar sem heyra má lög með átján listamönnum. Þeirra á meðal er Norðmaðurinn Todd Terje sem kemur fram í kvöld en hann hlaut tilnefndingu til Norrænu tónlistarverðlaunanna í gær.

Forsprakki Mercury verðlaunasveitarinnar The XX, Jamie XX, spilar á laugardag og hin þýska Nina Kraviz spilar á morgun. Bretinn SBTRKT og Þjóðverjinn Paul Kalkbrenner stíga báðir á svið á morgun en það kemur í hlut Skrillex að loka hátíðinni.

Meðal íslenskra sveita sem spila má nefna Fufanu, dj. flugvél og geimskip, Young Karin og Prins Póló. Mugison hefur lofað nýju efni á tónleikum sínum og Jón Ólafsson og Futuregrapher stíga saman á svið. M Band átti eina bestu plötu síðasta árs og lætur sig ekki vanta og hin goðsagnakennda sveit Súrefni verður með endurkomu á föstudagskvöldinu.

Alla listamennina má sjá á heimasíðu hátíðarinnar en fyrstu tónleikarnir hefjast klukkan átta í kvöld.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×