FÖSTUDAGUR 24. MARS NÝJAST 14:00

Get gert fullt af hlutum miklu betur

SPORT

Sölvi Geir skiptir um liđ í Kína

 
Fótbolti
13:04 04. FEBRÚAR 2016
Sölvi Geir skiptir um liđ í Kína
VÍSIR

Landsliðsmaðurinn Sölvi Geir Ottesen hefur yfirgefið Jiangsu Suning og gengið til liðs við B-deildarlið Wuhann Zall ef marka má fréttir frá Kína.

Wuhann Zall mun hafa tilkynnt að félagaskipti Sölva Geirs hafi gengið í gegn en á síðunni transfermarkt.com er fullyrt að kaupverðið sé 650 þúsund evrur, jafnvirði 92 milljóna króna.

Þar með eru báðir Íslendingarnir sem urðu bikarmeistarar með Jiangsu í haust farnir frá félaginu því Viðar Örn Kjartansson fór til Malmö fyrir stuttu síðan.

Hvert lið má aðeins vera með þrjá erlenda leikmenn í sínum röðum í Kína og ætlar Jiangsu sér stóra hluti á komandi leiktíð. Liðið keypti til að mynda Brasilíumanninn Ramires frá Chelsea nú í lok síðasta mánaðar.Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Sölvi Geir skiptir um liđ í Kína
Fara efst