Sölsuðu undir sig stóran hlut í Hamleys á undirverði Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. ágúst 2012 18:49 Hin umdeilda Rowland-fjölskylda, sem keypti Kaupþing í Lúxemborg eftir hrun, sölsaði undir sig stóran hlut í Hamley's leikfangakeðjunni á afsláttarverði út úr huldufélaginu Pillar Securities í Lúxemborg ásamt öðrum eignum félagsins. Rowland fjölskyldan virðist hafa setið beggja vegna borðsins í þessum viðskiptum. Þegar Kaupþing í Lúxemborg fór í þrot var bankanum skipt upp í tvo hluta. Annars vegar Kaupþing Lúxemborg sem varð Banque Havilland og hins vegar félagið Pillar Securitisation S.a.r.l. Englendingurinn David Rowland og fjölskylda hans eru stærstu hluthafarnir í Banque Havilland, en þau keyptu bankann eftir hrun. Til útskýringar má segja að þetta er svipað og gerðist með Kaupþing hér heima. Bankinn var rekinn áfram með innlendri starfsemi sem Arion banki á meðan slitastjórn Kaupþings sá um að reka þrotabúið og hámarka verðmæti þess fyrir kröfuhafa. Bankamenn tala um „good bank" og „bad bank" í þessu samhengi og Pillar, sem er í eigu kröfuhafa Kaupþings Lúxemborg, er auðvitað bara dvergur í samanburði við hið risavaxna þrotabú Kaupþings á Íslandi. Vandamálið er að inni í Pillar Securitisation voru ekki bara vondar eignir. Þar var t.d 32 prósenta hlutur í bresku leikfangakeðjunni Hamleyss sem er ein sú þekktasta sinnar tegundar í heimi. Verðmætustu eignir Pillar í heild sinni og þar með hlutabréfin í Hamleys hafa nú verið seld Blackfish Capital, sem er í eigu Rowland-fjölskyldunnar. Þeirri sömu og er stærsti hluthafinn í Banque Havilland og munu hlutabréfin hafa verið keypt á algjöru undirverði. Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að hlutabréfin í Hamleys hafi verið verðlögð á 750 þúsund pund í þessum viðskiptum, jafnvirði um 150 milljóna króna, en þau eru að minnsta kosti 20 sinnum verðmætari, þar sem Hamleys hefur verið verðlagt á 12 milljarða króna. Þeir sem eru hlunnfarnir í þessum samningi eru gamlir kröfuhafar Kaupþings í Lúxemborg. Það sem gerir þetta sérstakt er þeir sem sjá um að hámarka verðmætin í Pillar, er einmitt Banque Havilland, en bankinn er svokallaður „administrator". Rowland-fjölskyldan virðist því hafa setið beggja vegna borðs í þessum viðskiptum. Milljarðamæringurinn David Rowland er meðal ríkustu manna Bretlands og stærsti einstaki styrktaraðili breska Íhaldsflokksins. Til stóð að hann tæki við stöðu fjármálastjóra flokksins í fyrra, en af því varð þó ekki. Hann er mjög umdeildur og á vafasama fortíð í viðskiptalífinu í Bretlandi. Engar upplýsingar fengust hjá Blackfish Capital í dag og var vísað á Banque Havilland. Starfsmenn Banque Havilland sem fréttastofa ræddi við vildu ekki tjá sig um málið. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir rýrnun Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir rýrnun Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Hin umdeilda Rowland-fjölskylda, sem keypti Kaupþing í Lúxemborg eftir hrun, sölsaði undir sig stóran hlut í Hamley's leikfangakeðjunni á afsláttarverði út úr huldufélaginu Pillar Securities í Lúxemborg ásamt öðrum eignum félagsins. Rowland fjölskyldan virðist hafa setið beggja vegna borðsins í þessum viðskiptum. Þegar Kaupþing í Lúxemborg fór í þrot var bankanum skipt upp í tvo hluta. Annars vegar Kaupþing Lúxemborg sem varð Banque Havilland og hins vegar félagið Pillar Securitisation S.a.r.l. Englendingurinn David Rowland og fjölskylda hans eru stærstu hluthafarnir í Banque Havilland, en þau keyptu bankann eftir hrun. Til útskýringar má segja að þetta er svipað og gerðist með Kaupþing hér heima. Bankinn var rekinn áfram með innlendri starfsemi sem Arion banki á meðan slitastjórn Kaupþings sá um að reka þrotabúið og hámarka verðmæti þess fyrir kröfuhafa. Bankamenn tala um „good bank" og „bad bank" í þessu samhengi og Pillar, sem er í eigu kröfuhafa Kaupþings Lúxemborg, er auðvitað bara dvergur í samanburði við hið risavaxna þrotabú Kaupþings á Íslandi. Vandamálið er að inni í Pillar Securitisation voru ekki bara vondar eignir. Þar var t.d 32 prósenta hlutur í bresku leikfangakeðjunni Hamleyss sem er ein sú þekktasta sinnar tegundar í heimi. Verðmætustu eignir Pillar í heild sinni og þar með hlutabréfin í Hamleys hafa nú verið seld Blackfish Capital, sem er í eigu Rowland-fjölskyldunnar. Þeirri sömu og er stærsti hluthafinn í Banque Havilland og munu hlutabréfin hafa verið keypt á algjöru undirverði. Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að hlutabréfin í Hamleys hafi verið verðlögð á 750 þúsund pund í þessum viðskiptum, jafnvirði um 150 milljóna króna, en þau eru að minnsta kosti 20 sinnum verðmætari, þar sem Hamleys hefur verið verðlagt á 12 milljarða króna. Þeir sem eru hlunnfarnir í þessum samningi eru gamlir kröfuhafar Kaupþings í Lúxemborg. Það sem gerir þetta sérstakt er þeir sem sjá um að hámarka verðmætin í Pillar, er einmitt Banque Havilland, en bankinn er svokallaður „administrator". Rowland-fjölskyldan virðist því hafa setið beggja vegna borðs í þessum viðskiptum. Milljarðamæringurinn David Rowland er meðal ríkustu manna Bretlands og stærsti einstaki styrktaraðili breska Íhaldsflokksins. Til stóð að hann tæki við stöðu fjármálastjóra flokksins í fyrra, en af því varð þó ekki. Hann er mjög umdeildur og á vafasama fortíð í viðskiptalífinu í Bretlandi. Engar upplýsingar fengust hjá Blackfish Capital í dag og var vísað á Banque Havilland. Starfsmenn Banque Havilland sem fréttastofa ræddi við vildu ekki tjá sig um málið. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir rýrnun Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir rýrnun Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira