Innlent

Sólríkur þriðjudagur í vændum

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Veðurkortið lítur vel út fyrir morgundaginn.
Veðurkortið lítur vel út fyrir morgundaginn. Mynd/vedur.is
Veðurstofa Íslands spáir sól um nær allt land á morgun. Austast á landinu lætur sólin þó ekki sjá sig fyrr en undir kvöld.

Hiti verður á bilinu 6 til 15 stig og hlýjast vestanlands. Það verður hæg eða breytileg átt, vindstig á bilinu 0 til 6 stig, mest í Vestmannaeyjum.

Hér má sjá spá fyrir veðurhorfur á landinu næstu daga fengna af vedur.is:

Á þriðjudag:

Hæg breytileg átt eða hafgola og stöku skúrir, einkum S-til síðdegis. Skýjað með köflum N-lands og úrkomulítið. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast V-lands.

Á miðvikudag:

Breytileg átt eða hafgola, 3-8 m/s, skýjað og rigning eða skúrir S- og SV-til, en skýjað með köflum N-lands. Hiti 7 til 14 stig.

Á fimmtudag:

Norðlæg átt, víða 5-10 m/s. Smá væta syðst, en annars yfirleitt þurrt. Hiti breytist lítið.

Á föstudag:

Norðlæg átt 5-13 m/s. Rigning um landið N-vert, en lengst af þurrt syðra. Hiti 5 til 12 stig, mildast sunnantil.

Á laugardag:

Útlit fyrir norðaustan strekking á Vestfjörðum, en annars mun hægari. Rigning NV-til, annars úrkomulítið. Svalt á Vestfjörðum, en annars 8 til 15 stig.

Á sunnudag:

Útlit fyrir austan og norðaustanátt og rigninig eða súld SA- og A-lands, en þurrt í öðrum landshlutum. Hiti að 16 stigum, hlýjast V-lands.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×