Sport

Sögulegt tap hjá Nadal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nadal eftir tapið gegn Fognini.
Nadal eftir tapið gegn Fognini. Vísir/Getty
Tenniskappinn Rafael Nadal, sem oft er nefndur konungur leirsins, hefur ekki tapað mörgum viðureignum á leirvelli á sínum ferli.

Um helgina tapaði hann þó fyrir Ítalanum Fabio Fognini á Opna Rio-mótinu í Brasilíu. Það var í undanúrslitum mótsins og er þetta í fyrsta sinn í tólf ár sem hann tapar undanúrslitaleik á slíku yfirborði.

Hann hafði leikið 52 undanúrslitaleiki í röð á leir án þess að tapa en það gerðist loks um helgina. Nadal vann fyrsta settið, 6-1, en tapaði næstu tveimur 6-2 og 7-5.

Fognini mætti svo öðrum Spánverja, David Ferrer, í úrslitum mótsins en þar hafði sá síðarnefndi betur í tveimur setttum, 6-2 og 6-3. Ferrer var aðeins eina klukkustund og 23 mínútur að klára Fognini.

Þetta var annar sigur Ferrer á tímabilinu þar sem hann vann Opna katarska mótið í Doha í byrjun janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×