Sögulegar sættir: Flugdólgurinn fær að fljúga með Icelandair á ný Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 12. júní 2014 10:45 Ljóst er að sækist flugdólgurinn eftir því að fá að fljúga með Icelandair yrði það leyft. Hann yrði þó í fylgd með ábyrgðarmanni. Farþegi sem binda þurfti niður og líma við sæti sitt í flugi frá Íslandi til Bandaríkjanna í janúar 2013 hefur náð sáttum við flugfélagið Icelandair. „Honum stendur til boða að fljúga með Icelandair á ný,“ staðfestir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við Vísi. Maðurinn var kallaður íslenski flugdólgurinn í fjölmiðlum en hann sýndi ógnandi tilburði, réðst á annan farþega í vélinni og hrækti á fólk. Málið vakti gríðarlega athygli hér á landi og víðar eftir að mynd af manninum birtist á samskiptamiðlinum Reddit. Í kjölfar atviksins var manninum meinað að fljúga með flugfélaginu. Að sögn Guðjóns sýndi maðurinn mikla iðrun eftir atvikið. „Hann baðst afsökunar á sinni hegðun.“Flýgur í fylgd ábyrgðarmanns „Hann hefur ekkert flogið með okkur síðan þetta gerðist,“ segir Guðjón þó en maðurinn er íslenskur ríkisborgari sem búsettur er erlendis. „Nú fengi hann að fljúga en það yrði þá í fylgd ábyrgðarmanns.“ Málið hafði nokkra eftirmála auk flugbanns Icelandair. Maðurinn var handtekinn við komu á JFK flugvöll í New York og fluttur á sjúkrahús vegna ölvunar. Icelandair kærði manninn síðan í kjölfarið. Engin niðurstaða hefur fengist úr kærunni. „Farþeginn var kærður til lögreglunnar á sínum tíma. Málið hefur verið til skoðunar hjá lögreglustjóraembættinu á Suðurnesjum síðan,“ segir Guðjón. Samkvæmt heimildum Vísis fer Jóhannes Jensson, yfirmaður rannsóknardeildar á Suðurnesjum, með málið en ekki náðist í hann við gerð fréttarinnar. Engar frekari upplýsingar fengust hjá embættinu um hvers vegna málið er enn á rannsóknarstigi. Tengdar fréttir Farþegum brugðið þegar flugdólgurinn var handtekinn Fólki í vél Icelandair, sem flaug frá Íslandi til New York í gær, var mjög brugðið eftir að flugdólgur var handtekinn í vélinni. Maðurinn hafði verið með allmikil læti þegar hann var loks yfirbugaður af áhöfn vélarinnar og farþegum. 4. janúar 2013 15:32 Flugdólgur yfirbugaður af farþegum hjá Icelandair Karlmaður var yfirbugaður af farþegum og áhöfn flugvélar Icelandair sem var á leiðinni til New York. Mynd af manninum hefur vakið heimsathygli en þar sést að hann hefur hreinlega verið límdur við sæti sitt. 4. janúar 2013 11:17 Flugdólgurinn vekur heimsathygli Útreiðin sem flugdólgurinn hefur fengið vekur sitt á hvað aðdáun eða óhug. 4. janúar 2013 21:44 Farþegar óttuðust slagsmál yfir miðju Atlantshafi Flugdólgur í vél Icelandair káfaði á andlitum kvenna og reyndi að stofna til illinda við menn. 4. janúar 2013 19:37 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira
Farþegi sem binda þurfti niður og líma við sæti sitt í flugi frá Íslandi til Bandaríkjanna í janúar 2013 hefur náð sáttum við flugfélagið Icelandair. „Honum stendur til boða að fljúga með Icelandair á ný,“ staðfestir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við Vísi. Maðurinn var kallaður íslenski flugdólgurinn í fjölmiðlum en hann sýndi ógnandi tilburði, réðst á annan farþega í vélinni og hrækti á fólk. Málið vakti gríðarlega athygli hér á landi og víðar eftir að mynd af manninum birtist á samskiptamiðlinum Reddit. Í kjölfar atviksins var manninum meinað að fljúga með flugfélaginu. Að sögn Guðjóns sýndi maðurinn mikla iðrun eftir atvikið. „Hann baðst afsökunar á sinni hegðun.“Flýgur í fylgd ábyrgðarmanns „Hann hefur ekkert flogið með okkur síðan þetta gerðist,“ segir Guðjón þó en maðurinn er íslenskur ríkisborgari sem búsettur er erlendis. „Nú fengi hann að fljúga en það yrði þá í fylgd ábyrgðarmanns.“ Málið hafði nokkra eftirmála auk flugbanns Icelandair. Maðurinn var handtekinn við komu á JFK flugvöll í New York og fluttur á sjúkrahús vegna ölvunar. Icelandair kærði manninn síðan í kjölfarið. Engin niðurstaða hefur fengist úr kærunni. „Farþeginn var kærður til lögreglunnar á sínum tíma. Málið hefur verið til skoðunar hjá lögreglustjóraembættinu á Suðurnesjum síðan,“ segir Guðjón. Samkvæmt heimildum Vísis fer Jóhannes Jensson, yfirmaður rannsóknardeildar á Suðurnesjum, með málið en ekki náðist í hann við gerð fréttarinnar. Engar frekari upplýsingar fengust hjá embættinu um hvers vegna málið er enn á rannsóknarstigi.
Tengdar fréttir Farþegum brugðið þegar flugdólgurinn var handtekinn Fólki í vél Icelandair, sem flaug frá Íslandi til New York í gær, var mjög brugðið eftir að flugdólgur var handtekinn í vélinni. Maðurinn hafði verið með allmikil læti þegar hann var loks yfirbugaður af áhöfn vélarinnar og farþegum. 4. janúar 2013 15:32 Flugdólgur yfirbugaður af farþegum hjá Icelandair Karlmaður var yfirbugaður af farþegum og áhöfn flugvélar Icelandair sem var á leiðinni til New York. Mynd af manninum hefur vakið heimsathygli en þar sést að hann hefur hreinlega verið límdur við sæti sitt. 4. janúar 2013 11:17 Flugdólgurinn vekur heimsathygli Útreiðin sem flugdólgurinn hefur fengið vekur sitt á hvað aðdáun eða óhug. 4. janúar 2013 21:44 Farþegar óttuðust slagsmál yfir miðju Atlantshafi Flugdólgur í vél Icelandair káfaði á andlitum kvenna og reyndi að stofna til illinda við menn. 4. janúar 2013 19:37 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira
Farþegum brugðið þegar flugdólgurinn var handtekinn Fólki í vél Icelandair, sem flaug frá Íslandi til New York í gær, var mjög brugðið eftir að flugdólgur var handtekinn í vélinni. Maðurinn hafði verið með allmikil læti þegar hann var loks yfirbugaður af áhöfn vélarinnar og farþegum. 4. janúar 2013 15:32
Flugdólgur yfirbugaður af farþegum hjá Icelandair Karlmaður var yfirbugaður af farþegum og áhöfn flugvélar Icelandair sem var á leiðinni til New York. Mynd af manninum hefur vakið heimsathygli en þar sést að hann hefur hreinlega verið límdur við sæti sitt. 4. janúar 2013 11:17
Flugdólgurinn vekur heimsathygli Útreiðin sem flugdólgurinn hefur fengið vekur sitt á hvað aðdáun eða óhug. 4. janúar 2013 21:44
Farþegar óttuðust slagsmál yfir miðju Atlantshafi Flugdólgur í vél Icelandair káfaði á andlitum kvenna og reyndi að stofna til illinda við menn. 4. janúar 2013 19:37