Snedeker tekur forystuna á Sony Open

 
Golf
17:15 16. JANÚAR 2016
Snedeker hefur veriđ í stuđi á Hawaii.
Snedeker hefur veriđ í stuđi á Hawaii. GETTY

Bandaríkjamaðurinn brosmildi, Brandt Snededer, leiðir eftir 36 holur á Sony Open sem fram fer á Hawaii en hann er á 12 höggum undir pari.

Snedeker lék annan hringinn í gærnótt á 65 höggum eða fimm undir pari og á eitt högg á landa sinn Kevin Kisner sem kemur á 11 undir.

Nokkrir deila þriðja sætinu á tíu undir pari, meðal annars sigurvegari opna breska, Zach Johnson og fyrrum besti kylfingur heims, Luke Donald.

Vijay Singh var í forystu eftir fyrsta hring en hann gæti með sigri bætt gamalt met Sam Snead á PGA-mótaröðinni sem elsti sigurvegari í móti.

Honum fataðist flugið aðeins á öðrum hring sem hann lék á einu höggi undir pari en Singh er þó enn í toppbaráttunni á samtals átta undir pari.

Þriðji hringur verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 23:00 í kvöld.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Golf / Snedeker tekur forystuna á Sony Open
Fara efst