Innlent

Snarpur skjálfti við Bárðarbunguöskju

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/auðunn
Snarpur skjálfti, 4,7 stig, mældist í norðausturbrún Bárðarbunguöskjunnar um klukkan sjö í dag.  Eingöngu fjórir skjálftar hafa mælst við Bárðarbunguöskjuna frá miðnætti, en það er þó nokkuð minna en verið hefur síðastliðna daga. Skjálftarnir voru álíka margir og síðastliðnar nætur við norðanverðan kvikuganginn, eða  35 frá miðnætti. Einungis tveir mældust við Herðubreið og Herðubreiðartögl.

Þá er hætt við gasmengun í dag frá eldgosinu í Holuhrauni á Norðurlandi, frá Ströndum til Eyjafjarðar. Einnig á norðanverðu hálendinu og austanlands, sunnan Egilsstaða og suður um til Hafnar í Hornafirði. Veðurstofan útilokar ekki að mengunar verði vart víðar á landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×