Innlent

Smyglskip sekkur í skaplegu veðri

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Smyglskipið siglir ekki mikið í bráð.
Smyglskipið siglir ekki mikið í bráð. Mynd/Ómar Bogason
„Veit ekki hvað þeir ætla að gera en ég reikna með því að þeir nái honum upp á morgun,“ segir Guðjón Már Jónsson sem situr í svæðisstjórn björgunarsveita. Hundrað tonna stálskip sökk í slippnum á Seyðsifirði í dag en ekki liggur fyrir hvað varð til þess að skipið sökk.

Talsverð hætta sakapaðist í kjölfarið og munaði litlu að skipið togaði annan bát með sér niður en björgunarsveitinni Ísólfi tókst að koma í veg fyrir það.

Veðurofsi átti ekki þátt í því að sökkva skipinu því skaplegt veður var á Seyðisfirði í dag.

Talsverð hætta sakapaðist í kjölfarið og munaði litlu að skipið togaði annan bát með sér niður en björgunarsveitinni Ísólfi tókst að koma í veg fyrir það.Mynd/Ómar Bogason
„Báturinn liggur nú bara þarna við bryggju, hálf sokkinn,“ segir Guðjón Már um ástandið á Seyðisfirði sem stendur. Fréttastofa Rúv greindi frá þessu fyrr í dag. 

Skipið sem byrjaði allt í einu að leka, var mikið í fréttum á árinu 2010. Það var kyrrsett eftir að grunsamlegir menn sigldu því hingað til lands. Lögregla taldi að smyglskipið hefði verið notað til að flytja nokkur tonn af maríjúana frá Afríku áleiðis til Hollands. „Þetta er mjög gamall bátur sem hefur bara verið við bryggju í einhver ár,“ bætir Guðjón Már við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×