Innlent

Smjörið nýtist enn innanhúss

Sveinn Arnarsson skrifar
Tóku fljótt ákvörðun um að nota ekki allt írska smjörið.
Tóku fljótt ákvörðun um að nota ekki allt írska smjörið.
Mjólkursamsalan tók ákvörðun mjög fljótlega um að nýta aðeins hluta þess smjörs sem hún flutti inn frá Írlandi til íblöndunar í ostaframleiðslu. Þetta segir Einar Sigurðsson, forstjóri MS.

Einar Sigurðsson.
„Það var tekin sú ákvörðun strax í upphafi að nýta aðeins þann hluta smjörsins sem þyrfti til að anna eftirspurninni. Við pöntuðum ríflega af smjörinu. Þetta var afgangurinn. Ég man nú ekki mjög nákvæmlega hvenær ákvörðun var tekin um að hætta að nota smjörið, en það var mjög fljótlega upp úr áramótum,“ segir Einar.

Fréttablaðið greindi frá því í gær að 32 tonn af írsku smjöri væru enn til í frystigeymslum á Akureyri, ónýtt frá síðustu jólum. Mjólkursamsalan hefur ekki í hyggju að nota smjörið í framleiðslu sinni heldur nota það í kálfafóður. „Við framleiðum fóður fyrir kálfa hérna hjá samlaginu og því nýtist smjörið enn innanhús,“ segir Einar. Fram kom í Morgunblaðinu í janúar á þessu ári að eftirstöðvar írska smjörsins yrðu sendar aftur úr landi. Ekki varð af því heldur var smjörið tollafgreitt og flutt norður á Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×