Tíska og hönnun

Smart, margnota og þarf ekki að kostar handlegg

Guðrún Ansnes skrifar
Nú verður senn hringt inn í flestar skólastofur landsins, með tilheyrandi havaríi. Fréttablaðið hafði pata af því að einhverjir væru fyrir lifandi löngu farnir að hafa áhyggjur af því hverju skyldi klæðast á göngum skólanna.

Fæstir verða ríkir af námslánunum sínum og eflaust dugir sumarvinnan skammt, svo líklega horfa margir hýru auga til þeirra leiða sem í boði eru vilji nemar slá margar flugur í einu höggi. Smart, margnota og billegt. Hlynur James og Sigríður Margrét eru engir aukvisar í þessum efnum og þau koma hér með laufléttar tískuspár fyrir haustið, sem þurfa ekki endilega að kosta handlegg og óbærileg heilabrot.

Hlynur James Hákonarson, tískuspekúlant:

„Í vetur verða þetta mikið til stórar hettupeysur, góðar og síðar úlpur eða parka. Þá verða brakandi hvítir skór enn í gangi og svo taka svartir Timberland-skór við. Ég held að þau merki sem verða allsráðandi í vetur séu FILA, Champion, Reebok og Stussy. Annars myndi ég miða bara vel á öll old school-snið og fjárfesta í síðum hlýrabolum til að nota í layer. “

Hvernig á að spara sér aurinn án þess að það komi út á lúkkinu?„Þær netverslanir sem ég fíla mikið eru ssense.com og mrporter.com. Annars eru Asos og American Apparel alltaf málið þegar ég set markið á ódýr beisikk föt. En þær sem hafa reynst mér vel heima á Íslandi eru Smash, Levis og Húrra.“

Með hverju mælir þú að við sleppum alfarið að setja í körfuna þennan veturinn? „Ég mæli með að menn forðist aðsniðna boli með of stuttum ermum. Flíkur með rennilásum á hliðunum líka og leita frekar að flíkum með klaufum (split-hem).“

Sigríður Margrét

„Ég held að síðar kápur og mokkajakkar verði áberandi í vetur. Svo eru stórir bomberar búnir að vera vinsælir og ég held þeir komi til með að halda því áfram. Þykkar, hlýjar og víðar peysur verða líka vinsælar. Strigaskórnir halda áfram. Við munum sjá mikið um stóra trefla og aukahluti, svo sem kollhúfurnar frá 66°Norður.“



Hvernig á að spara sér aurinn án þess að það komi út á lúkkinu? „Ég nota alla afslætti sem ég kemst í. Þegar ég var í skólanum var ég mikið að nota skólaafsláttinn sem var oft í kringum 10-15%, af fötum og svo mat líka. Svo er um að gera að versla á útsölunum og nýta sér miðnætursprengjurnar hérna heima. Annars hefur mér fundist ódýrara að versla á netinu og er þar hrifnust af asos.com. Hún er ódýr og góð.



Hverju ættum við alfarið að sleppa að setja í körfuna þennan veturinn? „Leggings, ég held það megi spara þar og kroppstopparnir eru líka að hverfa.“

Aðrar pyngjuvænar sem komu til tals:

boohoo.com

asos.com

shop.mango.com

countryattire.com/

oki-ni.com






Fleiri fréttir

Sjá meira


×