Innlent

Slökkt á götuljósum til miðnættis

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Reykjavíkurborg hefur tilkynnt að slökkt verði á götulýsingu í Reykjavík til miðnættis.
Reykjavíkurborg hefur tilkynnt að slökkt verði á götulýsingu í Reykjavík til miðnættis. Vísir/Vilhelm
Reykjavíkurborg hefur tilkynnt að slökkt verði á götulýsingu í Reykjavík til miðnættis svo íbúar og gestir geti notið magnaðrar norðurljósasýningar sem spáð hefur verið.

Áætlað var að slökkt yrði á götulýsingunn á milli 22 og 23 í í Vesturbæ, Miðborg, Hlíðum, Grafarvogi, Laugarási, Heima- og Vogahverfi, Túnum, Skólavörðuholti, Fellum, Bergum og Hólum í Breiðholti ásamt Seljahverfi en hefur það nú verið framlengt um klukkustund.

Lögreglan, slökkviliðið og Orkuveita Reykjavíkur hefur verið upplýst um málið og er fólk er hvatt til að aka einstaklega varlega á þessum svæðum og sýna tillitssemi á meðan myrkvun stendur.


Tengdar fréttir

Norðurljósaæði á Íslandi

Aukning ferðamanna yfir vetrarmánuði er að verulegu leyti rakin til norðurljósa sem ná sex stigum í kvöld, sem er fátítt.

Sjáðu norðurljósin í beinni

Von er á mikilli norðurljósasýningu í kvöld og ljóst að margir hafa komið sér vel fyrir til þess að berja þau augum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×