Innlent

Skýjað og von á skúrum

Samúel Karl Ólason skrifar
Í dag er von á að skýjað verði að mestu á landinu og dálítil væta á víð og dreif.
Í dag er von á að skýjað verði að mestu á landinu og dálítil væta á víð og dreif. Mynd/Veðurstofa Íslands
Í dag er von á að skýjað verði að mestu á landinu og dálítil væta á víð og dreif. Þar að auki spáir Veðurstofan að allvíða komi síðdegisskúrar inn til landsins. Hiti verður frá sjö stigum við NA ströndina upp í 17 stig á suðvesturhorninu.

Á morgun er hins vega r spáð bjartviðri víða við landið og og hiti 14 til 21 stig. Norðaustan 3-8 m/s en 8-13 á SA-landi. Bjart verður. Þó er spáð að skýjað verði með austurströndinni og líkur á þokulofti, þar og sums staðar nyrst á landinu. Hiti 8 til 12 stig á þeim slóðum.

Nánar má sjá spána á vef Veðurstofu Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×