Enski boltinn

Sky búið að velja sína leiki í fyrstu umferðum ensku úrvalsdeildarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson verður í eldlínunni í stórleik laugardagsins 8. ágúst.
Gylfi Þór Sigurðsson verður í eldlínunni í stórleik laugardagsins 8. ágúst. Vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea City verða í beinni á Sky Sports í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar og að sjálfsögðu einnig í beinni á Stöð 2 Sport 2.

Enska úrvalsdeildin fer aftur á stað 8. ágúst næstkomandi og það er því bara rétt rúmur mánuður þar til að allt fer á fullt á nýjan leik.

Leikur Englandsmeistara Chelsea við Swansea City fer fram á laugardeginum 8. ágúst klukkan 17.30 en á sunnudeginum verða sýndir leikur Arsenal og West Ham United annarsvegar og leikur Stoke City og Liverpool hinsvegar.

Fyrsti mánudagsleikur tímabilsins verður síðan viðureign West Bromwich Albion og  Manchester City.

Fyrsti og eini föstudagsleikur tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni verður síðan leikur Aston Villa og Manchester United föstudaginn 14. ágúst.

Sky velur sér leiki í hverri umferð og þeir fara fram á öðrum tímum en kjarni umferðarinnar sem er klukkan 14.00 á laugardögum.



Sky-leikirnir frá ensku úrvalsdeildinni í ágúst 2015:

Laugardagur 8. ágúst: Chelsea - Swansea City (Klukkan 17.30)

Sunnudagur 9. ágúst: Arsenal - West Ham United (Klukkan 13.30)

Sunnudagur 9. ágúst: Stoke City - Liverpool (Klukkan 16.00)

Mánudagur 10. ágúst: West Bromwich Albion - Manchester City (Klukkan 20.00)

Föstudagur 14. ágúst: Aston Villa - Manchester United (Klukkan 19.45)

Sunnudagur 16. ágúst: Crystal Palace - Arsenal (Klukkan 13.30)

Sunnudagur 16. ágúst: Manchester City - Chelsea (Klukkan 16.00)

Mánudagur 17. ágúst: Liverpool - Bournemouth (Klukkan 20.00)

Sunnudagur 23. ágúst: West Bromwich Albion - Chelsea (Klukkan 13.30)

Sunnudagur 23. ágúst: Everton - Manchester City (Klukkan 16.00)

Mánudagur 34. ágúst: Arsenal - Liverpool (Klukkan 20.00)

Laugardagur 29. ágúst: Tottenham Hotspur - Everton (Klukkan 17.30)

Sunnudagur 30. ágúst: Southampton - Norwich City (Klukkan 13.30)

Sunnudagur 30. ágúst: Swansea City - Manchester United (Klukkan 16.00)



Það er hægt að lesa meira um SKy-leikina með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×