Innlent

Skrifaði á ennið á Julius von Bismarck

Valur Grettisson skrifar
"og ég hefndi bara fyrir þetta,“ segir Guðný Guðmundsdóttir sem tók sig til og skrifaði nafn listamannsins á ennið á honum, og þar með snéri hún með skondnum hætti út úr listrænum sjónarmiðum sýningarinnar sem er svo umdeild hér á landi.
"og ég hefndi bara fyrir þetta,“ segir Guðný Guðmundsdóttir sem tók sig til og skrifaði nafn listamannsins á ennið á honum, og þar með snéri hún með skondnum hætti út úr listrænum sjónarmiðum sýningarinnar sem er svo umdeild hér á landi. Mynd / Guðný Guðmundsdóttir
„Við fórum á opnun þar sem hann var,“ útskýrir tónlistarkonan Guðný Guðmundsdóttir sem er búsett í Berlín en það má segja að hún hafi hefnt fyrir meint spellvirki á íslenskri náttúru þegar hún skrifaði fornafn listamannsins Julius von Bismarck á ennið á honum. Hún segir að málið hafi augljóslega haft mikil áhrif á hann.

Það var í byrjun júní sem tilkynnt var um furðuleg náttúruspjöll í Mývatnssveit. Þannig hafði einhver ritað með risastórum stöfum CRATER utan í hólinn niðri í skál Hverfjalls. Einnig var búið að skrifa CAVE á veggi Grjótagjár.

Málið þótti hið undarlegasta og var kært til lögreglunnar á Húsavík sem hóf rannsókn.

Um viku síðar birtist viðtal við Hlyn Hallsson myndlistarmann sem greindi frá því að hann hefði verið á sýningarrölti í Berlín þegar hann rakst á listaverk eftir Julius, en þar komu náttúrufyrirbrigðin við Mývatn við sögu, eftir að búið var að mála á þau orð með svipuðum hætti og höfðu verið kærð til lögreglu.

Eftir að málið komst í hámæli í fjölmiðlum sendi Julius stutta tilkynningu til fjölmiðla þar sem hann sagðist saklaus af spjöllunum. Orðrétt skrifaði hann: „Það var ekki ég sem letraði þessi orð á Íslandi."

Guðný var með hópi vinkvenna sinna þegar þær hittu listamanninn í gærkvöldi. Hún segist hafa rætt við hann í um klukkustund, og þá hafi þetta mál borið hæst á góma. Guðný segir að Julius hafi sagt þeim að hann hefði ekki hitt Íslending síðan atvikið kom upp á, „og það var augljóst að málið hafði mikil áhrif á hann,“ bætir hún við.

Guðný segist ekki geta túlkað tilfinningar hans eða hugsun hvað þetta mál varðar. Hún segist aftur á móti hafa rætt ítarlega við Julius um verkið og merkingu þeirra.

Meðal þess sem stóð í sýningarskrá fyrir sýningu Juliusar var að almenningur skilgreindi mjög flókin og fjölbreytt náttúrufyrirbrigði með einföldum orðum, eins og skógur (Forrest), eða gígur (Crater). Með verkinu er meðal annars varpað fram spurningunni hvort manneskjan sé raunverulega að horfa á gíg eða fyrirbæri sem storkar skilgreiningunni.

Aðspurð hvernig það atvikaðist að Guðný tók sig til og ritaði nafn listamannsins á ennið á honum svarar hún: „Hugmyndin kom upp á Facebook, þá í gríni. Við ætluðum við að fara fyrir framan galleríið og spreyja orðið gallerí á stéttina,“ útskýrir Guðný og bætir við að Julius hafi einmitt sagt við þær að hann hafi hugsað það sama.



Hér má sjá myndirnar og listamanninn sjálfan.
Eftir að þau höfðu talað saman á listasýningunni fóru þau öll saman á bar í Berlín. Það var þar sem Guðný fékk hugmyndina, „og ég hefndi bara fyrir þetta,“ segir Guðný sem tók sig til og skrifaði nafn listamannsins á ennið á honum, og þar með snéri hún með skondnum hætti út úr listrænum sjónarmiðum sýningarinnar sem er svo umdeild hér á landi.

Guðný segir að hún hafi skrifað nafnið á ennið á honum í mestu vinsemd, „og ætli hann hafi ekki litið á þetta sem smá friðþægingu,“ bætir hún sposk við.

Julius er þó ekki búin að slíta öll tengsl við Íslendinga, sem eru honum þó sárreiðir fyrir náttúruspjöllin sem fylgismenn hans eiga að hafa drýgt.

Hann ætlar að mæta á tónleika með strengjasveitin skark sem Guðný spilar með, en tónleikarnir verða haldnir í Stúdíói Ólafs Elíassonar myndlistarmanns sem er að auki kennari Juliusar. Ástæðan fyrir tónleikunum er koma Ólafs Ragnars Grímssonar til landsins.

Þess má geta að lögreglan rannsakar enn málið, sem er komið inn á borð alþjóðdeildar ríkislögreglustjóra, en náttúruspjöll geta varðað allt að tveggja ára fangelsi hér á landi.


Tengdar fréttir

Telur sig hafa fundið náttúruníðinginn

Hlynur Hallsson, myndlistarmaður á Akureyri, var staddur á listasýningu í Berlín þegar hann sá verk þar sem náttúrufyrirbrigðin við Mývatn komu við sögu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×