Innlent

Skrá handrit í Vesturheimi

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Háskólasjóður styrkir Árnastofnun um 11 milljónir.
Háskólasjóður styrkir Árnastofnun um 11 milljónir. Fréttablaðið/Stefán Karlsson
Háskólasjóður H/f Eimskipafélags Íslands og Árnastofnun hafa gert samstarfssamning um að Árnastofnun safni upplýsingum um handrit í Vesturheimi og skrái rafrænt.

Háskólasjóðurinn styrkir Árnastofnun um 11 milljónir króna á þremur árum til að vinna að verkefninu.

Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, og Tryggvi Pálsson, formaður stjórnar Háskólasjóðs, undirrituðu samninginn í Háskóla Íslands á miðvikudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×