Innlent

Skora á Bjarna Ben að hafa kynjahlutfall í huga við skipun nýs ráðherra

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Kvenréttindafélagið skorar Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Bjarna Benediktsson, formenn stjórnarflokkanna, að rétta við kynjahlutfallið í ríkisstjórn Íslands.
Kvenréttindafélagið skorar Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Bjarna Benediktsson, formenn stjórnarflokkanna, að rétta við kynjahlutfallið í ríkisstjórn Íslands. Vísir/Heiða
Kvenréttindafélag Íslands skorar á Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Bjarna Benediktsson, formenn stjórnarflokkanna, að rétta við kynjahlutfallið í ríkisstjórn Íslands.

Í ályktun frá félaginu segir að hallað hafi á konur í ríkisstjórninni áður en Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér í dag en þá voru 6 karlar og 3 konur í ríkisstjórninni. Nú eru því tvær konur í ríkisstjórninni, Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, og Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra.

Vegna þessa „skorar stjórn Kvenréttindafélagsins á Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, að hafa mikilvægi jafns hlutfall kynja að leiðarljósi þegar ákvörðun verður tekin um skipan ráðherra.“

Samkvæmt heimildum fréttastofu eru Einar K. Guðfinnsson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir talin líklegust sem arftakar Hönnu Birnu í embætti innanríkisráðherra.


Tengdar fréttir

Hanna Birna hættir

Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér sem innanríkisráðherra í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×