Innlent

Skólaakstur fellur niður vegna veðurs

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Skólahald fellur þó ekki niður en foreldrar eru beðnir um að meta það hvort þeir vilji senda börn sín í skólann.
Skólahald fellur þó ekki niður en foreldrar eru beðnir um að meta það hvort þeir vilji senda börn sín í skólann. vísir/pjetur
Skólaakstur milli Hellisands og Ólafsvíkur, í grunnskóla Snæfellsbæjar, fellur niður vegna veðurs í dag. Skólahald fellur þó ekki niður en foreldrar eru beðnir um að meta það sjálfir hvort þeir vilji senda börn sín í skólann.

Búist er við stormi eða roki um landið vestanvert og á hálendinu í dag. Veðrið nær hámarki í kvöld en hvassast verður að öllum líkindum á norðanverðu Snæfellsnesi. Óveðrið mun líklega standa yfir í sólarhring.


Tengdar fréttir

Varað við stormi í dag

Veðurstofan varar við suðaustan og sunnan stormi eða roki um landið vestanvert og á hálendinu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×