Innlent

Skjálfti af stæðinni 5,2

Atli Ísleifsson skrifar
Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að um 110 skjálftar hafi mælst síðasta sólarhringinn, þar af sjö yfir 4 að stærð.
Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að um 110 skjálftar hafi mælst síðasta sólarhringinn, þar af sjö yfir 4 að stærð. Vísir/Egill
Skjálftavirkni við Bárðarbungu hefur verið mikil síðustu daga og mældist skjálfti af stærðinni 5,2, tæpum fimm kílómetrum norður af Bárðarbungu klukkan 01:48 í nótt. Þá mældist annar um 4 stig skömmu fyrir klukkan sex í morgun.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að um 110 skjálftar hafi mælst síðasta sólarhringinn, þar af sjö yfir 4 að stærð.

Þar að auki hafa um tuttugu skjálftar mælst í kringum Herðubreið, en enginn þeirra yfir tvö stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×