Innlent

Skjálftarnir færast nær landi

Ný skjálftaþyrping myndaðist í gærkvöldi um 15 til 20 kílómetra suðaustur af upptökum stóra skjálftans austur af Grímsey í fyrrinótt.

Nýja svæðið er því nær landi og mældist einn skjálfti inni á Öxarfirði undir morgun.

Á nýja svæðinu urðu tveir snarpir skjálftar seint í gærkvöldi, annar upp á 4,6 stig og hinn upp á 4,7 stig og fundust þeir víða á Norðurlandi, meðal annars á Akureyri.

Síðan hefur skjálftavirknin rokkað á milli þessara tvegga svæða í nótt með mörgum all snörpum skjálftum þannig að ekki virðist vera farið að draga úr hrynunni.

Óvissustig Almannavarna er enn í gildi og í tilkynningu frá þeim er bent á að þær sex skjálftahrynur, sem hafa orðið á þessum slóðum síðan árið 1969 hafi staðið allt frá nokkrum dögum upp í nokkrar vikur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×