Innlent

Skipverjinn leiddur fyrir dómara

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Maðurinn var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness.
Maðurinn var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness. vísir/anton brink
Karlmaður sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana fyrir rúmum hálfum mánuði var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness á öðrum tímanum í dag þar sem krafist verður áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir honum.

Lögregla hyggst fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald og að hann sæti enn einangrun, en fyrri gæsluvarðhaldsúrskurður, sem var til tveggja vikna, rennur út klukkan 16 í dag.

Ekki verður farið fram á gæsluvarðhald, né farbann, yfir hinum manninum sem grunaður er um aðild að máli Birnu.

vísir/anton brink

Tengdar fréttir

Öðrum skipverjanum sleppt úr haldi

Lögreglan mun ekki fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir báðum skipverjunum sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, heldur aðeins öðrum þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×