Innlent

Skilorðsbundinn dómur fyrir að hafa greitt 15 ára dreng fyrir kynlíf

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Karlmaður á fimmtugsaldri greiddi 15 ára dreng 10 þúsund krónur fyrir kynlífsþjónustu.
Karlmaður á fimmtugsaldri greiddi 15 ára dreng 10 þúsund krónur fyrir kynlífsþjónustu. Vísir/Valli
Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir að hafa greitt fimmtán ára dreng 10 þúsund krónur fyrir kynferðismök í júní árið 2011.

Maðurinn setti sig í samband við drenginn í gegnum samskiptaforritið MSN og áttu þeir í samskiptum sín á milli. Í dómnum kemur fram að maðurinn hafi verið að leita eftir „strák til að hitta og leika við“ en drengurinn sagðist vera að leita að „pening fyrir kynlíf“.

Maðurinn neitaði sök en sagðist kannast við samskiptin sem fóru á milli þeirra. Sagðist hann hafa spjallað við stráka á MSN til þess að leita að einhverjum til þess að hitta. Hann hafi þó ekki verið að leita eftir kynlífi gegn greiðslu.

Upp komst um málið þegar aðsúgur var gerður að heimili hins ákærða og hann óskað eftir aðstoð. Í framhaldi af því hafi lögreglumenn séð ástæðu til þess að haldleggja tölvubúnað í eigu ákærða.

Taldi Héraðsdómur Reykjavíkir að framburður hins ákærða í málinu ekki trúverðugur. Hann hafi vitað um ungan aldur drengsins og sannað væri með yfirliti yfir MSN-samskipti þeirra og staðfestingu brotaþola að maðurinn hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefið að sök.

Var hinn ákærði dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi auk þess sem hann þarf að greiða 300 þúsund króna í miskabætur ásamt málsvarnarlaunum. Tafir urðu á rannsókn málsins og var litið til þess við ákvörðun refsingar. 

Dómur héraðsdóms




Fleiri fréttir

Sjá meira


×