Innlent

Skemmdirnar óafturkræfar

Eggjum og öðrum matvælum hefur verið kastað í þinghúsið í mótmælum undanfarinna daga.
Fréttablaðið/Valli
Eggjum og öðrum matvælum hefur verið kastað í þinghúsið í mótmælum undanfarinna daga. Fréttablaðið/Valli

„Ég er ekki viss um að fólk átti sig á því að það er verið að eyðileggja varanlega Alþingshúsið, sem er þjóðargersemi,“ segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis.

Hún segir háþrýstiþvott sem grípa þurfi til vegna matvæla sem kastað sé á þinghúsið ganga afar nærri íslenska grágrýtinu sem húsið var hlaðið úr árið 1881. Steinninn molni undan þvottinum, og ekki sé hægt að gera við þann skaða á friðlýstu húsinu.

„Það er sjálfsagt að mótmæla, en þetta hús er okkar sameign, og ég bið fólk um að virða það og láta húsið í friði,“ segir Ásta.- bj



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×