Viðskipti innlent

Skattahækkun í ferðaþjónustu á að skila 2,5 milljarði

Magnús Halldórsson skrifar
Hækkun virðisaukaskatts á gistikostnað á að skila tveimur og hálfum milljarði aukalega í ríkiskassann, en fjármálaráðherra fundar með hagsmunaðilum í greininni á morgun. Mikil óánægja er meðal fyrirtækja í ferðaþjónustu sem segja hækkunina glórulausa.

Gatið í fjárlögum sem stjórnvöld eru nú að reyna að loka fyrir fjárlög næsta árs er upp á 16-20 milljarða króna. Hækkanir á sköttum á ferðaþjónustuaðila eiga að skila 2,5 milljarði, en þetta hefur fallið í grýttan jarðveg hjá hagsmunaaðilum í greininni.

Oddný Harðardóttir, fjármálaráðherra, mun funda með hagsmunaðilum í ferðaþjónustu á morgun um fyrirhugaðar hækkanir á virðisaukaskatti.

Í stuttu máli felst fyrirhuguð breyting í því að hækka skattinn úr 7 prósent í 25,5 prósent, þar úr lægsta þrepi í það hæsta, og ná með því 2,5 milljarði til viðbótar í ríkiskassann, eins og áður segir. Almennt er virðisaukaskattur á þjónustu 25,5 prósent og því horfa stjórnvöld til þess að færa skattinn í sama horfa og tíðkast á flestum öðrum vígstöðum.

Þetta hefur fallið í grýttan jarðveg hjá hagsmunaðailum, og sagði Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, í fréttum okkar í gær að hækkunin væri arfavitlaus, þar sem greinin væri í hraðri uppbyggingu og væri þar að auki búin að verðleggja sína þjónustu tvö ár fram í tímann, sem þýddi einfaldlega að erlendir ferðamenn myndu ekki greiða þetta gjald heldur fyrirtækin sjálf, sem síðan kæmi í veg fyrir fjárfestingu og frekari vöxt.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×