Fótbolti

Sjötta tímabil Sifjar í Svíþjóð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sif í leik með íslenska landsliðinu.
Sif í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty
Sif Atladóttir hefur framlengt samning sinn við sænska félagsliðið Kristianstads DFF og leikur því með liðinu á næsta tímabili sem verður henna sjötta í röð í Svíþjóð.

Sif kom inn í lið Kristianstad um mitt síðasta tímabil eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn í apríl á þessu ári en hún á alls 53 landsleiki að baki og spilaði síðast með því í júní í fyrra.

Sjá einnig: Leið bara eins og ég væri orðin fimmtán ára aftur

Þjálfari Kristianstad er Elísabet Gunnarsdóttir sem hefur þegar misst Margréti Láru Viðarsdóttur til Vals á Íslandi. Hún segist í samtali við Kristanstadsbladet í Svíþjóð vonast til að halda Elísu, systur Margrétar Láru, sem er nú að skoða tilboð frá bæði liðum á Íslandi sem og víðar.

Kristianstad hafnaði í sjöunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar en tímabilinu lauk í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×