Lífið

Sjálfstætt fólk: Dæmdur í 12 ára fangelsi en heldur enn fram sakleysi sínu

Jón Ársæll skrifar
Séra Guðjón Skarphéðinsson
Séra Guðjón Skarphéðinsson
Sjálfstætt Fólk fjallar á sunnudaginn um stórmerkilegan mann í íslenskri samtímasögu.

Séra Guðjón Skarphéðinsson prestur á Staðastað var dæmdur í 12 ára fangelsi fyrir morð í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum á sínum tíma, sat í einangrun svo mánuðum skipti og sat sína fangelsisvist.



Hann hefur alla tíð síðan haldið fram sakleysi sínu.  

Guðjón stendur enn á tímamótum í lífi sínu um þessar mundir en hann er hættur sem prestur á Staðastað á Snæfellsnesi og er að flytja í bæinn.  

Við höfum fylgst með Guðjóni um tíma og heimsækjum hann á Snæfellsnesið þar sem hann er að pakka saman föggum sínum og förum með honum yfir lífshlaupið og þessa miklu sögu í kringum Geirfinnsmálið, orsakir og afleiðingar.

Ekki missa af þessum þætti á sunnudaginn klukkan 19:10.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×