Sport

Sjálfsmyndastangirnar bannaðar á Wimbledon

Sjálfsmyndastangirnar njóta mikilla vinsælda.
Sjálfsmyndastangirnar njóta mikilla vinsælda. vísir/getty
Mótshaldarar Wimbledon-mótsins í tennis hafa gefið það út að bannað verði að nota sjálfsmyndastangir á mótinu.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem stangirnar eru bannaðar á íþróttavöllum enda geta þær valdið öðrum áhorfendum ónæði og haft áhrif á útsýni þeirra á völlinn.

Mótshaldarar segjast fyrst og fremst vera að hugsa um hag áhorfenda og þeirra útsýni.

Það er ekki bara bannað að nota þessar stangir á mörgum íþróttavöllum heldur er einnig farið að banna þær á listasöfnum.

Tottenham varð svo fyrsta liðið í ensku úrvalsdeildinni til að banna stangirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×