Íslenski boltinn

Sjáðu markið sem gerði KA-menn brjálaða

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valgeir Valgeirsson átti fullt í fangi með að halda stjórn á leik Hauka og KA í gær.
Valgeir Valgeirsson átti fullt í fangi með að halda stjórn á leik Hauka og KA í gær. vísir/andri marinó
Haukar unnu góðan 2-1 sigur á KA í 1. deild karla í gær.

Tapið gerði svo gott sem út um vonir KA-menn á að komast upp í Pepsi-deildina en liðið er í 5. sæti deildarinnar með 22 stig, 10 stigum frá 2. sætinu þegar átta leikir eru eftir.

Haukar eru í 7. sætinu með 20 stig en þeir hafa verið sérlega öflugir á heimavelli í sumar og unnið fimm af sex leikjum sínum þar.

Andri Fannar Freysson skoraði fyrra mark Hauka á 69. mínútu eftir sendingu fyrirliðans Alexanders Freys Sindrasonar.

Ellefu mínútum síðar bætti Björgvin Stefánsson öðru marki við eftir sendingu Darra Tryggvasonar inn fyrir vörn KA.

Gestirnir að norðan voru mjög ósáttir við markið og töldu að um rangstöðu væri að ræða. Leikmenn KA mótmæltu markinu og stuðningsmenn liðsins urðu margir hverjir æfir af reiði.

Þetta umdeilda mark, sem og hin tvö mörk leiksins, má sjá á heimasíðu SportTV, eða með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×