Innlent

Sitja fastir á 38 tommu dekkjum

BBI skrifar
Tveir bílar frá Björgunarsveitinni á Hellu voru sendir upp að Gæsavötnum á hálendinu um tvö leytið í dag til að sækja hóp erlendra ferðamanna sem sitja þar fastir vegna veðurs.

Árni Kristjánsson, hjá björgunarsveitinni, segir ómögulegt að segja til um hvernær björgunarsveitir koma á staðinn. „Það verður líklega ekki fyrr en í kvöld eða nótt," segir hann. Óútreiknanlegt veður gæti einnig sett strik í reikninginn og tafið för björgunarsveitanna nokkuð.

Ferðamennirnir ku vera á stórum jeppa með 38 tommu dekkjum. Þeir eru hins vegar orðnir kaldir og veðraðri og gátu ekki hugsað sér að halda áfram einir og óstuddir. Þeir báðu því um aðstoð björgunarsveita.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×