Innlent

Símtölum rignir yfir lögregluna vegna hjólreiðafólks

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hjólreiðakappar í einstaklingskeppninni voru ræstir út í gærkvöldi.
Hjólreiðakappar í einstaklingskeppninni voru ræstir út í gærkvöldi. Vísir/Daníel
Ferðalag keppenda í WOW Cyclothon hjólreiðakeppninni sem nú stendur yfir hefur farið misvel í ökumenn. Lögreglan á Hvolsvelli hefur fengið mörg símtöl frá ósáttum ökumönnum. Kvarta þeir undan því að komast ekki leiðar sinnar og að keppendur loki þjóðveginum.

Lögreglan á Hvolsvelli vill beina þeim tilmælum til hjólreiðakappa sem staddir eru á Suðurlandi að taka tillit til almennrar umferðar á Suðurlandsvegi. Minnt er á að þjóðvegir á Suðurlandi séu frekar þröngir og best sé að finna afleggjara fyrir þjónustubíla hjólreiðafólksins til að stöðva á.


Tengdar fréttir

Svefnleysið erfiðast við keppnina

Mikil spenna var við Rauðavatn í morgun þegar fyrstu tvö liðin í WOW Cyclothon hjólakeppninni komu mark á nánast sama tíma, eða 39 klukkustundum og 12 mínútum. Liðið Workforce A varð í fyrsta sæti og Örnin Trek í öðru sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×