Innlent

Símkerfi Landspítalans lá niðri í 90 mínutur

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Engin neyð skapaðist, að sögn framkvæmdastjóra á símasviði.
Engin neyð skapaðist, að sögn framkvæmdastjóra á símasviði.
Símkerfi Landspítalans lá niðri í um eina og hálfa klukkustund í gærmorgun. Málið er nú rannsakað innan veggja spítalans, til þess að tryggja að þetta gerist ekki aftur. Neyðarsímar biluðu ekki og og segir verkstjóri á símasviði Landspítalans að neyð hafi ekki skapast.

Samkvæmt heimildum Vísis gátu starfsmenn séð þegar símtöl bárust spítalanum en þegar þeir reyndu að svara slitnaði sambandið. Símkerfið bilaði 10:01 og komst aftur í lagi níutíu og tveimur síðar, eða klukkan 11:33.

Vilja tryggja að þetta gerist ekki aftur

Íris Dagbjört Helgadóttir er verkstjóri á símasviði Landspítalans. „Eina sem gerðist var að viðskiptavinurinn gat ekki hringt inn. Við erum með beinar línur við Neyðarlínuna og sjúkrabíla og allt virkaði. Innanhússsímkerfið virkaði líka þannig að við gátum hringt á milli okkar.“

Hún segir að málið sé nú í rannsókn. „Já, við erum að kanna hvað gerðist. Við viljum tryggja að þetta gerist ekki aftur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×