Fótbolti

Sigurinn kom í þriðju tilraun

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Dagur kom Íslandi í 0-2.
Jón Dagur kom Íslandi í 0-2. mynd/fulham
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri vann 1-3 sigur á Sádí-Arabíu í vináttulandsleik á Ítalíu í dag.

Öll fjögur mörkin komu í seinni hálfleik. Ásgeir Sigurgeirsson kom Íslandi yfir á 57. mínútu og 10 mínútum síðar bætti Jón Dagur Þorsteinsson öðru marki við.

Sádarnir minnkuðu muninn á 78. mínútu en varamaðurinn Ægir Jarl Jónasson gulltryggði sigurinn þegar hann skoraði þriðja mark Íslands í uppbótartíma.

Þetta var þriðji vináttulandsleikur U-21 árs liðsins á einni viku. Á miðvikudaginn í síðustu viku tapaði Ísland 1-3 fyrir Georgíu og gerði svo 4-4 jafntefli við sama lið þremur dögum seinna.

Byrjunarlið Íslands var þannig skipað:

Mark: Sindri Kristinn Ólafsson (46. Jökull Blængsson)

Vörn: Alfons Sampsted (70. Hörður Ingi Gunnarsson), Axel Óskar Andrésson (80. Ari Leifsson), Hans Viktor Guðmundsson (70. Orri Sveinn Stefánsson), Sindri Scheving (46. Aron Ingi Kristinsson)

Miðja: Ásgeir Sigurgeirsson (80. Kristófer Konráðsson), Viktor Karl Einarsson (46. Júlíus Magnússon), Grétar Snær Gunnarsson (80. Ægir Jarl Jónasson), Jón Dagur Þorsteinsson (80. Birnir Snær Ingason)

Sókn: Albert Guðmundsson fyrirliði (70. Steinar Þorsteinsson), Arnór Gauti Ragnarsson (46. Tryggvi Hrafn Haraldsson)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×